Golfsamband Íslands

Vel heppnaður fyrirlestur um framlag golfíþróttarinnar til lýðheilsu 

„Af hverju er golfíþróttin mikilvæg fyrir lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis- og sveitafélaga,“ var umræðuefnið á vel heppnuðum fræðslufundi sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 3. apríl.

Viðburðurinn var á vegum íþróttafræðideildar HR og Golfsambands Íslands. 

Fundurinn var vel sóttur og fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu á netinu – og samtals fylgdust á þriðja hundrað með þessum viðburði.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa og hlusta á fræðslufundinn í heild sinni – og einnig einstök erindi þeirra sem héldu framsögu á fræðslufundinum.

Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, stýrði fundinum.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstur til máls. Hann ræddi m.a. um  stefnumörkun í lýðheilsu, forvörnum og heilsueflingu.

Hver eru stærstu lýðheilsuverkefni golfhreyfingarinnar var rauði þráðurinn í erindi Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ. 

Steinn Baugur Gunnarsson, íþróttafræðingur við HR, PGA kennari og íþróttastjóri Nesklúbbsins fór yfir tengsl golfiðkunar við meginstoðir heilbrigðs lífs. 



Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur ræddi um golfiðkun sem heilsueflingu, en Janus hefur á undanförnum árum unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast bættri lýðheilsu þeirra sem eldri eru. 

María Jónsdóttir, taugasálfræðingur, fór yfir golf, langlífi og heilahreysti í sínu erindi.



Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og formaður LEK, var einnig með erindi en það fjallaði um golfiðkun á efri árum – og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Hér er myndasyrpa frá fyrirlestrinum.

Exit mobile version