Golfsamband Íslands

Valdís í toppbaráttunni og Ólafía er á parinu

Valdís Þóra Jónsdóttir.

Íslensku atvinnukonurnar byrja vel á LET Access móti á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék vel á fyrsta keppnisdegi á LET Access mótaröðinni á Spáni í dag. Valdís lék á 66 höggum eða -2 og er hún í 5. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í 12. sæti en hún lék á pari vallar eða 68 höggum.  Valdís fékk fjóra fugla á hringnum og tvo skolla. Hún er tveimur höggum frá efsta sætinu.

Ólafía sótt í sig veðrið eftir að hafa verið +2 eftir 9 holur en hún hóf leik á 10. Teig. Hún fékk fimm skolla á hringnum og fimm fugla.

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.

Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Ólafia hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt.

Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma.

Screen Shot 2016-05-11 at 6.10.47 PM




 

Exit mobile version