Site icon Golfsamband Íslands

Valdís Þóra með væna forystu

Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er með væna forystu á sjötta stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar að loknum 36 holur af 54 .  Óhætt er að segja að veðrið hafi verið í stóru hlutverki í dag enda blés hressilega á kylfingana á Garðavelli í dag.

Valdís Þóra er með níu högga forystu í kvennaflokki en hún lék hringinn í dag á 74 höggum og  er sem stendur á 1 höggi yfir pari. Jafnar í öðru sæti koma þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 10 höggum yfir pari.

Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is, lokahringurinn verðu leikin á morgun.

 

Exit mobile version