Site icon Golfsamband Íslands

Valdís Þóra endaði í 24. sæti á Jabra mótinu á LET

Ladies European Tour 2018: Investec South African Women's Open, Westlake Golf Club, Valdis Jonsdottir.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni, endaði í 24. sæti á Jabra Ladies Open sem lauk í dag í Frakklandi.

Mótið er hluti af sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki, LET Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra lék á +7 samtals en hún lék hringina þrjá á 74-74-72.

Staðan er uppfærð hér:

Mótið fór fram á Evian Resort í Frakklandi og voru keppnisdagarnir alls þrír og var niðurskurður að loknum öðrum keppnisdegi.

Annabel Dimmock frá Englandi sigraði á mótinu á -7 samtals. Með sigrinum tryggði hún sér keppnisrétt á Evian risamótinu.

Valdís Þóra hefur keppt á alls 9 mótum á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Hún var í 72. sæti á stigalista LET fyrir þetta mót.

Nánar um tölfræði Valdísar á tímabilinu hér:

Exit mobile version