Opið er fyrir skráningu í fyrsta mót Unglingamótaraðarinnar, sem fer fram á Garðavelli dagana 17.-18. maí. Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili mótsins og mun sjá um að opna keppnistímabilið hjá okkar flottu kylfingum.
Skráningu lýkur mánudaginn 12. maí kl. 23:59.
Leikinn verður 54 holu höggleikur án forgjafar. Ræst verður út af 1. og 10. teig frá kl. 7:30 og 13:00 á laugardeginum, og af 1. teig frá kl. 08:00 á sunnudeginum. Að loknum 36 holum skal leikmönnum fækkað þannig að efstu 70% leikmanna í hvorum flokki haldi áfram keppni.
Rástímar verða birtir á þriðjudag fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en á sunnudegi verður raðað út eftir skori.
Skráningu, upplýsingar, rástíma og keppnisskilmála má finna á Golfbox og í hlekk hér að neðan.