Fyrsta mót Unglingamótaraðarinnar fór fram á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni síðastliðna helgi. Leiknar voru 36 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi í flokki 15-18 ára pilta og stúlkna.
Fyrri keppnisdagur
Á fyrri keppnisdegi léku keppendur 36 holur í sólskini og golu.
Auður Bergrún Snorradóttir, GM, og Elísabet Sunna Scheving, GKG, deildu fyrsta sætinu í stúlknaflokki. Auður lék báða sína hringi á 76 höggum, en Elísabet lék á 75 fyrir hádegi og 77 eftir hádegi.
Í piltaflokki voru það Gunnar Þór Heimisson og Guðjón Frans Halldórsson sem deildu fyrsta sætinu eftir 36 holur. Þeir léku báðir á 72 höggum fyrir hádegi og 76 höggum eftir hádegi.
Seinni keppnisdagur
Eftir fyrri keppnisdag var niðurskurður, en neðstu 30% kylfinga léku ekki á sunnudeginum
Veðrið lék heldur betur við keppendur á seinni degi mótsins. Töluvert auðveldara var að sækja á pinna og skorið eftir því. Þrátt fyrir að keppendum hafi fækkað var 50% aukning á fuglum á þessum þriðja og síðasta hring mótsins
Í stúlknaflokki voru það áfram Auður Bergrún og Elísabet Sunna sem börðust um sigurinn. Litlu sem engu munaði á þeim allan hringinn, og voru þær jafnar þegar tvær holur voru til stefnu. Auður lék þær á pari, og síðasta hringinn á tveimur undir pari. Elísabet fékk skolla og par, og þurfti því að sætta sig við annað sætið.
Á eftir þeim var Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA, sem lék sína hringi á 77, 79 og 70 höggum.

Piltaflokkurinn spilaðist á svipaðan hátt. Eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á sama höggafjölda, gerðu Gunnar Þór og Guðjón Frans sér lítið fyrir og léku síðasta hringinn báðir á 73 höggum. Gunnar var með þriggja högga forystu þegar fjórar holur voru eftir, en frábær spilamennska Guðjóns í lokin kom honum í bráðabana um sigurinn.
Þar hafði Guðjón betur, og sigraði því fyrsta mótið í piltaflokki.
Tveimur höggum á eftir þeim var heimamaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann lék síðari tvo hringina best allra, en fyrsti hringur mótsins reyndist honum dýr.

Flott spilamennska hjá ungu kylfingunum okkar um helgina. Óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju.
Úrslit og aðrar myndir af verðlaunahöfum
Þrátt fyrir að keppt væri í 15-18 ára flokki var einnig haldið utan um skorin í bæði 15-16 ára flokki og 17-18 ára. Öll úrslit má sjá hér.
15-18 ára piltar
Sæti | Nafn | Klúbbur | Högg |
1 | Guðjón Frans Halldórsson | GKG | 221 |
2 | Gunnar Þór Heimisson | GKG | 221 |
3 | Guðlaugur Þór Þórðarson | GL | 223 |
T4 | Hjalti Jóhannsson | GK | 226 |
T4 | Máni Freyr Vigfússon | GK | 226 |
15-18 ára stúlkur
Sæti | Nafn | Klúbbur | Högg |
1 | Auður Bergrún Snorradóttir | GM | 222 |
2 | Elísabet Sunna Scheving | GKG | 223 |
3 | Bryndís Eva Ágústsdóttir | GA | 226 |
4 | Pamela Ósk Hjaltadóttir | GM | 228 |
5 | Þóra Sigríður Sveinsdóttir | GR | 229 |
15-16 ára piltar
Sæti | Nafn | Klúbbur | Högg |
1 | Máni Freyr Vigfússon | GK | 226 |
T2 | Skarphéðinn Egill Þórisson | NK | 227 |
T2 | Arnar Daði Svavarsson | GKG | 227 |
4 | Halldór Jóhannsson | GK | 228 |
T5 | Óliver Elí Björnsson | GK | 229 |
15-16 ára stúlkur
Sæti | Nafn | Klúbbur | Högg |
1 | Bryndís Eva Ágústsdóttir | GA | 226 |
2 | Eva Fanney Matthíasdóttir | GKG | 231 |
3 | Erna Steina Eysteinsdóttir | GR | 233 |
4 | Lilja Maren Jónsdóttir | GA | 237 |
5 | Björk Hannesdóttir | GA | 240 |
17-18 ára piltar
Sæti | Nafn | Klúbbur | Högg |
1 | Guðjón Frans Halldórsson | GKG | 221 |
2 | Gunnar Þór Heimisson | GKG | 221 |
3 | Guðlaugur Þór Þórðarson | GL | 223 |
4 | Hjalti Jóhannsson | GK | 226 |
5 | Hafsteinn Thor Guðmundsson | GA | 228 |
17-18 ára stúlkur
Sæti | Nafn | Klúbbur | Högg |
1 | Auður Bergrún Snorradóttir | GM | 222 |
2 | Elísabet Sunna Scheving | GKG | 223 |
3 | Pamela Ósk Hjaltadóttir | GM | 228 |
4 | Þóra Sigríður Sveinsdóttir | GR | 229 |
T5 | Eva Kristinsdóttir | GM | 234 |













