Unglingamótaröðin fór fram á Selsvelli á Flúðum dagana 29.-30. júlí. Leiknar voru 36 holur í flokki 15-18 ára pilta og stúlkna. Veðrið setti strik í reikninginn, en mótið átti að vera 54 holur. Fresta þurfti leik á fyrri keppnisdegi vegna mikillar rigningar.
Piltaflokkur:
Gunnar Þór Heimisson, GKG, sigraði piltaflokkinn með fjórum höggum. Gunnar lék fyrri hring sinn á 72 höggum, þann seinni á 66, og endaði á tveimur höggum undir pari í heildina.

Eftir þrefaldan skolla á fyrstu holu mótsins lék Gunnar einstaklega gott golf. Hann var með besta meðalskor allra á par 3 holum, það þriðja besta á par 4 holum og jafn með það besta á par 5 holum. Hann fékk sjö fugla í mótinu og flest pör allra í karlaflokki, 26 talsins.
Jafnir í 2. sæti urðu Máni Freyr Vigfússon og Markús Marelsson, á tveimur yfir pari. Markús fékk flesta fugla allra kylfinga, átta talsins. Máni lék fyrri níu holurnar best allra í mótinu, en hann lék þær þrjá undir pari á hringjunum tveimur.

Stúlknaflokkur:
Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA, vann mótið í stúlknaflokki. Hún lék hringi sína á 74 og 71 höggi, og var fimm yfir í heildina. Lykillinn að sigri Bryndísar voru pörin, en enginn kylfingur í mótinu fékk fleiri pör en hún, alls 27.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, varð önnur. Hún lék á níu yfir pari í heildina og leiddi mótið þar til tvær holur voru eftir.
Jafnar í þriðja sæti voru María Kristín Elísdóttir, GKG, og Lilja Maren Jónsdóttir, GA. Þær léku mótið báðar á þrettán höggum yfir pari.
Lilja og Fjóla fengu flesta fugla í kvennaflokki ásamt Söru Maríu, GM, eða fjóra talsins.

