Mót Unglingamótaraðarinnar á Selsvelli á Flúðum fer fram 29.-30. júlí 2025.
Golfklúbburinn Flúðir er framkvæmdaraðili mótsins.
Leikfyrirkomulag
Leikinn er höggleikur án forgjafar. Í flokki 15-18 ára eru leiknar 54 holur. 36 holur á fyrri keppnisdegi og 18 á þeim seinni. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Að loknum 36 holum skal leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni. Séu tveir eða fleiri leikmenn á jafnir með hæsta skor þeirra sem halda áfram skulu þeir báðir/allir leika áfram.
Áætlaðir rástímar og rásröðun
1. og 2. umferð – Þriðjudagur 07:30 og 13:00 15-18 ára stúlkur, 15-18 ára drengir
3. umferð – Miðvikudagur 08:00 15-18 ára stúlkur, 15-18 ára drengir