GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Skráning er hafin í mót Unglingamótaraðarinnar, sem fer fram á Selsvelli á Flúðum dagana 29.-30. júlí. Skráningu lýkur föstudaginn 25. júlí kl. 23:59.

Golfklúbburinn Flúðir er framkvæmdaraðili mótsins.

Leikfyrirkomulag

Leikinn er höggleikur án forgjafar. Í flokki 15-18 ára eru 54 holur. Leiknar verða 36 holur á fyrri keppnisdegi, og 18 á þeim seinni. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

Að loknum 36 holum skal leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni. Séu tveir eða fleiri leikmenn á jafnir með hæsta skor þeirra sem halda áfram skulu þeir báðir/allir leika áfram.

Áætlaðir rástímar og rásröðun

Þriðjudagur 08:00 15-18 ára stúlkur, 15-18 ára drengir

Miðvikudagur 08:00 15-18 ára stúlkur, 15-18 ára drengir

 

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á golf.is á laugardegi fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en síðan verður raðað út eftir skori.

Þátttökuréttur

Hámarksforgjöf í flokkum 15-18 ára kk er 20

Hámarksforgjöf í flokkum 15-18 ára kvk er 20

Ef fjöldi skráðra fer yfir hámark í hverjum flokki miðast forgjöf kylfinga kl: 8:00 morguninn eftir að skráningafresti lýkur hverjir fá þátttökurétt.

Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhverjum flokki verður mótstjórn heimilt að fjölga í öðrum.

Fjöldi þátttakenda í flokkum

15– 18 ára – Mest 78 keppendur

Skráning og þátttökugjald

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 23:59 föstudaginn fyrir mót. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á postur@gfgolf.is Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.

15-18 ára – kr. 9.500,- 

Æfingahringur 

Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að bóka rástíma. En athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Athugið almennar reglur um æfingahring.

Teigar

15-18 ára piltar – Teigar 52

15-18 ára stúlkur – Teigar 45

Kylfuberar

Kylfuberar eru ekki leyfðir.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta árangur í eftirfarandi flokkum:

Stúlkur 15-16 ára

Stúlkur 17-18 ára

Piltar 15-16 ára

Piltar 17-18 ára

Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending verður haldin að loknum leik hvers flokks fyrir sig á lokadegi mótsins.

Mótsstjórn

Unnsteinn Logi Eggertsson

Dómarar

Anna Sigurðardóttir – Sveinn Karlsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ