Site icon Golfsamband Íslands

Unglingamótaröð GSÍ hefst um helgina á Hlíðavelli í Mosfellsbæ

Fyrsta stigamót tímabilsins á unglingamótaröðinni fer fram á Hlíðavelli dagana 29.-31. maí hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Samhliða því verður keppt á Áskorendamótaröðinni á Bakkakotsvelli laugardaginn 20. maí.

Skechers mótið á Hlíðavelli hefst á föstudaginn þar sem að elstu keppendurnir hefja leik. 

Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs verða leiknar 54 holur, á þremur keppnisdögum.

Í öðrum flokkum, 14 ára og yngri og 15-16 ára eru leiknar 36 holur á tveimur keppnisdögum. 

Nú þegar hafa hátt í 120 keppendur skráð sig til keppni á Hlíðavelli. Alls komast 144 keppendur inn í mótið.

Nánar um mótið og skráning er hér:

Alls verða mótin fimm í sumar á unglingamótaröðinni. Keppnistímabilinu lýkur með tveimur Íslandsmótum í ágúst.

Nánar um Áskorendamótið í Bakkakoti – 9 holur.

Nánar um Áskorendamótið í Bakkakoti – 18 holur.

Áætlaðir rástímar

Rástímar verða birtir á golf.is fyrir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en síðan verður raðað út eftir skori. Rásröðun báða (alla) dagana verður  14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.

Þátttökuréttur

Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum aldursflokki ræður forgjöf því hverjir fá þátttökurétt, þó þannig að minnst 30% leikmanna af hvoru kyni fá þátttökurétt. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða. Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhvern flokk má mótsstjórn bæta við keppendum úr öðrum aldursflokkum.

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 23:59 á þriðjudeginum fyrir mótið. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á motanefnd@golf.is Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að bóka rástíma. En athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Athugið almennar reglur um æfingahring.

Kylfuberar

Kylfuberar eru leyfðir í flokki 14 ára og yngri en bannaðir í öðrum flokkum.

Exit mobile version