Golfsamband Íslands

Unglingamótaröð GSÍ 2020 – Perla Sól stigameistari í flokki 14 ára og yngri stúlkna

Stigalistinn í heild sinni:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, varð stigameistari í flokki 14 ára og yngri í stúlknaflokki á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, varð önnur og Helga Signý Pálsdóttir, GR, þriðja.

Perla Sól tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins og sigraði hún á öllum þeirra. Hún er því tvöfaldur Íslandsmeistari og er þetta þriðja árið í röð sem hin 13 ára gamla Perla Sól verður stigameistari og Íslandsmeistari í golfi 14 ára og yngri.

Frá vinstri: Fjóla Margrét, Perla Sól, Helga Signý og Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is

Stigalistinn í heild sinni:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR. Mynd/seth@golf.is
Exit mobile version