GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Tómas Eiríksson Hjaltested, GR og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS eru stigameistarar 2025 á GSÍ mótaröðinni.

Þetta er í fyrsta skiptið sem þau hreppa stigameistaratitilinn, en þau léku bæði frábærlega á tímabilinu.

Heiðrún Anna lék í fimm mótum í sumar og endaði með 4.300 stig, rúmum 2400 stigum á undan öðru sætinu. Hún lék ekki í Vormóti GM, sem var fyrsta mót ársins. Eftir það vann Heiðrún næstu fjögur mót mótaraðarinnar, og hafði tryggt sér stigameistaratitilinn áður en Íslandsmótið hófst. Hún fór svo gott sem fullkomlega í gegnum mótin, og var oftar en ekki í efsta sæti frá upphafi móts.

Í aðdraganda Íslandsmótsins ristarbrotnaði Heiðrún, líkt og kom fram í Íslandsmótsblaðinu. Hún lék þó í mótinu og hafnaði þar í fimmta sæti, sem verður að teljast góður árangur miðað við aðstæður.

Tómas lék í öllum sex mótum mótaraðarinnar og endaði með 2.595 stig. Einstakur stöðugleiki og góð spilamennska einkenndi sumar Tómasar, sem hafði verið í efstu fimm sætunum í öllum mótum fram að Íslandsmóti. Hann hafnaði í þrisvar í öðru sæti, í Vormóti GM, Vormóti GÞ og í Korpubikarnum. Hann varð þriðji í Íslandsmótinu í holukeppni og fimmti í Hvaleyrarbikarnum. Tómas endaði í 22. sæti Íslandsmótsins í golfi, en hafði svo gott sem tryggt sér titilinn fyrir mót.

Hér má sjá nokkrar myndir af Tómasi og Heiðrúnu í sumar.

Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2025 í karlaflokki:

Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2025 í kvennaflokki:

Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.

Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla, en þeir hafa fagnað þessum titli fjórum sinnum hvor um sig.

Stigameistarar í kvennaflokki frá upphafi:

ÁrNafnFjöldi
1989Karen Sævarsdóttir1
1990Ragnhildur Sigurðardóttir1
1991Ragnhildur Sigurðardóttir2
1992Karen Sævarsdóttir2
1993Ólöf M. Jónsdóttir1
1994Ólöf M. Jónsdóttir2
1995Ólöf M. Jónsdóttir3
1996Ólöf M. Jónsdóttir4
1997Ólöf M. Jónsdóttir5
1998Ólöf M. Jónsdóttir6
1999Ragnhildur Sigurðardóttir3
2000Herborg Arnarsdóttir1
2001Ragnhildur Sigurðardóttir4
2002Herborg Arnarsdóttir2
2003Ragnhildur Sigurðardóttir5
2004Ragnhildur Sigurðardóttir6
2005Ragnhildur Sigurðardóttir7
2006Ragnhildur Sigurðardóttir8
2007Nína Björk Geirsdóttir1
2008Ragnhildur Sigurðardóttir9
2009Signý Arnórsdóttir1
2010Valdís Þóra Jónsdóttir1
2011Signý Arnórsdóttir2
2012Signý Arnórsdóttir3
2013Signý Arnórsdóttir4
2014Karen Guðnadóttir1
2015Tinna Jóhannsdóttir1
2016Ragnhildur Kristinsdóttir1
2017Berglind Björnsdóttir1
2018Guðrún Brá Björgvinsdóttir1
2019Ragnhildur Kristinsdóttir2
2020Guðrún Brá Björgvinsdóttir2
2021Ragnhildur Kristinsdóttir3
2022Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir1
2023Perla Sól Sigurbrandsdóttir1
2024Hulda Clara Gestsdóttir1
2025Heiðrún Anna Hlynsdóttir1

Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi:

ÁrNafnFjöldi
1989Sigurjón Arnarsson1
1990Úlfar Jónsson1
1991Ragnar Ólafsson1
1992Úlfar Jónsson2
1993Þorsteinn Hallgrímsson1
1994Sigurpáll G. Sveinsson1
1995Björgvin Sigurbergsson1
1996Birgir L. Hafþórsson1
1997Björgvin Sigurbergsson2
1998Björgvin Sigurbergsson3
1999Örn Ævar Hjartarson1
2000Björgvin Sigurbergsson4
2001Guðmundur Rúnar Hallgrímsson1
2002Sigurpáll G. Sveinsson2
2003Heiðar Davíð Bragason1
2004Birgir Leifur Hafþórsson2
2005Heiðar Davíð Bragason2
2006Ólafur Már Sigurðsson1
2007Haraldur H. Heimisson1
2008Hlynur Geir Hjartarson1
2009Alfreð Brynjar Kristinsson1
2010Hlynur Geir Hjartason2
2011Stefán Már Stefánsson1
2012Hlynur Geir Hjartason3
2013Rúnar Arnórsson1
2014Kristján Þór Einarsson1
2015Axel Bóasson1
2016Axel Bóasson2
2017Vikar Jónasson1
2018Axel Bóasson3
2019Dagbjartur Sigurbrandsson1
2020Axel Bóasson4
2021Aron Snær Júlíusson1
2022Kristján Þór Einarsson2
2023Logi Sigurðsson1
2024Aron Snær Júlíusson 2
2025Tómas Eiríksson Hjaltested1

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ