Tómas Eiríksson Hjaltested, GR og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS eru stigameistarar 2025 á GSÍ mótaröðinni.
Þetta er í fyrsta skiptið sem þau hreppa stigameistaratitilinn, en þau léku bæði frábærlega á tímabilinu.
Heiðrún Anna lék í fimm mótum í sumar og endaði með 4.300 stig, rúmum 2400 stigum á undan öðru sætinu. Hún lék ekki í Vormóti GM, sem var fyrsta mót ársins. Eftir það vann Heiðrún næstu fjögur mót mótaraðarinnar, og hafði tryggt sér stigameistaratitilinn áður en Íslandsmótið hófst. Hún fór svo gott sem fullkomlega í gegnum mótin, og var oftar en ekki í efsta sæti frá upphafi móts.
Í aðdraganda Íslandsmótsins ristarbrotnaði Heiðrún, líkt og kom fram í Íslandsmótsblaðinu. Hún lék þó í mótinu og hafnaði þar í fimmta sæti, sem verður að teljast góður árangur miðað við aðstæður.
Tómas lék í öllum sex mótum mótaraðarinnar og endaði með 2.595 stig. Einstakur stöðugleiki og góð spilamennska einkenndi sumar Tómasar, sem hafði verið í efstu fimm sætunum í öllum mótum fram að Íslandsmóti. Hann hafnaði í þrisvar í öðru sæti, í Vormóti GM, Vormóti GÞ og í Korpubikarnum. Hann varð þriðji í Íslandsmótinu í holukeppni og fimmti í Hvaleyrarbikarnum. Tómas endaði í 22. sæti Íslandsmótsins í golfi, en hafði svo gott sem tryggt sér titilinn fyrir mót.
Hér má sjá nokkrar myndir af Tómasi og Heiðrúnu í sumar.










Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2025 í karlaflokki:
Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2025 í kvennaflokki:
Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.
Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla, en þeir hafa fagnað þessum titli fjórum sinnum hvor um sig.
Stigameistarar í kvennaflokki frá upphafi:
Ár | Nafn | Fjöldi |
1989 | Karen Sævarsdóttir | 1 |
1990 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 1 |
1991 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 2 |
1992 | Karen Sævarsdóttir | 2 |
1993 | Ólöf M. Jónsdóttir | 1 |
1994 | Ólöf M. Jónsdóttir | 2 |
1995 | Ólöf M. Jónsdóttir | 3 |
1996 | Ólöf M. Jónsdóttir | 4 |
1997 | Ólöf M. Jónsdóttir | 5 |
1998 | Ólöf M. Jónsdóttir | 6 |
1999 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 3 |
2000 | Herborg Arnarsdóttir | 1 |
2001 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 4 |
2002 | Herborg Arnarsdóttir | 2 |
2003 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 5 |
2004 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 6 |
2005 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 7 |
2006 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 8 |
2007 | Nína Björk Geirsdóttir | 1 |
2008 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 9 |
2009 | Signý Arnórsdóttir | 1 |
2010 | Valdís Þóra Jónsdóttir | 1 |
2011 | Signý Arnórsdóttir | 2 |
2012 | Signý Arnórsdóttir | 3 |
2013 | Signý Arnórsdóttir | 4 |
2014 | Karen Guðnadóttir | 1 |
2015 | Tinna Jóhannsdóttir | 1 |
2016 | Ragnhildur Kristinsdóttir | 1 |
2017 | Berglind Björnsdóttir | 1 |
2018 | Guðrún Brá Björgvinsdóttir | 1 |
2019 | Ragnhildur Kristinsdóttir | 2 |
2020 | Guðrún Brá Björgvinsdóttir | 2 |
2021 | Ragnhildur Kristinsdóttir | 3 |
2022 | Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir | 1 |
2023 | Perla Sól Sigurbrandsdóttir | 1 |
2024 | Hulda Clara Gestsdóttir | 1 |
2025 | Heiðrún Anna Hlynsdóttir | 1 |
Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi:
Ár | Nafn | Fjöldi |
1989 | Sigurjón Arnarsson | 1 |
1990 | Úlfar Jónsson | 1 |
1991 | Ragnar Ólafsson | 1 |
1992 | Úlfar Jónsson | 2 |
1993 | Þorsteinn Hallgrímsson | 1 |
1994 | Sigurpáll G. Sveinsson | 1 |
1995 | Björgvin Sigurbergsson | 1 |
1996 | Birgir L. Hafþórsson | 1 |
1997 | Björgvin Sigurbergsson | 2 |
1998 | Björgvin Sigurbergsson | 3 |
1999 | Örn Ævar Hjartarson | 1 |
2000 | Björgvin Sigurbergsson | 4 |
2001 | Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | 1 |
2002 | Sigurpáll G. Sveinsson | 2 |
2003 | Heiðar Davíð Bragason | 1 |
2004 | Birgir Leifur Hafþórsson | 2 |
2005 | Heiðar Davíð Bragason | 2 |
2006 | Ólafur Már Sigurðsson | 1 |
2007 | Haraldur H. Heimisson | 1 |
2008 | Hlynur Geir Hjartarson | 1 |
2009 | Alfreð Brynjar Kristinsson | 1 |
2010 | Hlynur Geir Hjartason | 2 |
2011 | Stefán Már Stefánsson | 1 |
2012 | Hlynur Geir Hjartason | 3 |
2013 | Rúnar Arnórsson | 1 |
2014 | Kristján Þór Einarsson | 1 |
2015 | Axel Bóasson | 1 |
2016 | Axel Bóasson | 2 |
2017 | Vikar Jónasson | 1 |
2018 | Axel Bóasson | 3 |
2019 | Dagbjartur Sigurbrandsson | 1 |
2020 | Axel Bóasson | 4 |
2021 | Aron Snær Júlíusson | 1 |
2022 | Kristján Þór Einarsson | 2 |
2023 | Logi Sigurðsson | 1 |
2024 | Aron Snær Júlíusson | 2 |
2025 | Tómas Eiríksson Hjaltested | 1 |