Site icon Golfsamband Íslands

Þrír íslenskir kylfingar úr röðum GSFÍ keppa á Opna sænska meistaramótinu

Sveinbjörn Guðmundsson, Þóra María Fransdóttir og Elín Fanney Ólafsdóttir.

Þrír íslenskir kylfingar úr röðum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi verða á meðal keppenda á Opna sænska meistaramótinu í golfi sem fram fer um næstu helgi. Keppt verður á glæsilegum keppnisvelli í borginni Kalmar og stendur keppnin yfir í tvo daga.

Sveinbjörn Guðmundsson, Elín Fanney Ólafsdóttir og Þóra María Fransdóttir verða fulltrúar Íslands á þessu móti. Minningarsjóður Harðar Barðdal styður við bakið á keppendunum í þessu verkefni og fær hver kylfingur 75.000 kr. í styrk úr sjóðnum.

Exit mobile version