Golfsamband Íslands

Þrír íslenskir keppendur á áhugamannamóti í Argentínu

Guðrún Brá og Berglind.

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt á Opna Suður-Ameríska áhugamannamótinu sem fram fer í Buenos Aires í Argentínu. Kylfingarnir eru Saga Traustadóttir (GR), Helga Kristín Einarsdóttir (GK) og Aron Snær Júlíusson (GKG). Alls taka 25 þjóðir þátt á þessu móti sem fram fer á Martindale Country Club.

Nánar um mótið hér: 

Keppnin hefst laugardaginn 13. janúar og lokahringurinn fer fram þriðjudaginn 16. janúar.

Þetta er í 13. sinn sem mótið fer fram en keppendur koma frá níu löndum í Suður-Ameríku, auk keppenda frá Kanada, Kosta-Ríku, Englandi, Finnlandi, Íslandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Panama, Portúgal, Púertó-Ríkó, Skotlandi, Bandaríkjunum og Wales.
Aron Snær.
Helga Kristín.

 

Saga Traustadóttir

 

 

Exit mobile version