Site icon Golfsamband Íslands

STERF, vetrarþol golf- og grasvalla!

Níu Íslendingar sóttu ráðstefnu um vetrarþol golf- og grasvalla, sem haldin var í Noregi 11. og 12. nóvember af Bioforsk í samstarfi við STERF, Norræna grasvalla- og umhverfisrannsóknasjóðinn sem Golfsamband Íslands er aðili að líkt og önnur golfsambönd á Norðurlöndunum.

Tæplega sextíu manns sóttu fundinn, þar sem saman voru komnir vallarstjórar, prófessorar og vísindamenn úr virtum háskólum og fulltrúar fyrirtækja í grasvalla-, áburðar- og fræiðnaðinum frá Norðurlöndunum og Norður-Ameríku.

Efni fundarins var vissulega áhugavert og fræðandi, en líklegt er að þau alþjóðlegu tengsl sem þar mynduðust muni ekki síður vega þungt til frekari framþróunar hvað varðar áframhaldandi uppbyggingu á þekkingu og samstarf vallarstarfsmanna, hönnuða, fræframleiðenda og vísindamanna.

Á meðfylgjandi mynd fer Michelle DaCosta frá Massachusetts-háskóla yfir ólíkar orsakir vetrarskaða. Þar á meðal er svellkal, sem lék marga golf- og grasvelli grátt sl. vetur og vor.

Glærur frá fundinum má sjá hér.

Exit mobile version