GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Laugardaginn 20. september 2025 stendur Golfsamband Íslands fyrir vinnufundi sem fram fer á Fosshótel Reykjavík.

Reynsluboltar, sérfræðingar, íþróttastjórar og stjórnarfólk munu leggja sitt af mörkum í vinnustofum sem snúa að lykilmálum golfhreyfingarinnar.

Farið verður yfir samtöl Golfsambandsins við golfklúbba landsins, sem fram fóru í vor, ásamt því að opin umræða fari fram um hlutverk GSÍ og golfklúbba landsins.

Lagt verður áherslu á stefnumótunarvinnu á staðnum, þar sem framtíðarsýn og áherslur næstu ára verða mótaðar. Valin borð kynna stuttlega það sem kemur upp úr umræðu hvers málefnis. Verkefni sem þarf að vinna verða skilgreind og þeim forgangsraðað.

Með vinnustofunni er markmiðið að fá sjónarmið sem flestra og forgangsraða verkefnum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ