Ertu kylfingur með forgjöf 5.5 eða undir? (Karlmenn) eða 8,5 og undir (Konur) og ert 18 ára eða eldri?
GSÍ, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, þýskan háskóla og PGA á Íslandi, leitar að kylfingum til að taka þátt í rannsókn á áhrifum sálfræðilegra þátta á frammistöðu í golfi.
Síðasta tækifærið til að taka þátt er laugardaginn 11. eða sunnudaginn 12. október.
Þátttaka felst í að:
- Svara stuttum spurningalista á netinu
- Mæta í “Performance Test” í Trackman hjá Nesklúbbnum
Rannsóknin er mjög mikilvæg þar sem niðurstöðurnar geta hjálpað okkur að efla afreksstarfið í golfi á Íslandi til framtíðar. Enginn hjá GSÍ hefur aðgang að svörum á spurningalistunum. Aðeins heildarniðurstöður verða greindar.
Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort og þá hvernig sálfræðilegir þættir hafa áhrif á frammistöðu kylfinga.
Þátttakendur geta fengið niðurstöður sínar úr frammistöðuprófunum og er boðið upp á sérstakan kynningarfyrirlestur um niðurstöður rannsóknarinnar og öflugar sálfræðilegar aðferðir til að bæta leik sinn.
Mælingar fara fram á Nesvöllum (inniaðstaða Nesklúbbsins, Austurströnd 5) og allir þátttakendur verða með í lukkudrætti þar sem tveir heppnir fá gjafabréf upp á 10.000 kr.
Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt!
Frekari upplýsingar veitir:
Richard Tahtinen – s. 863 8597 | netfang: richard@unak.is