Golfsamband Íslands

Spennandi og leikandi skemmtilegt starf í boði hjá GKG  

GKG leitar að verkstjóra á vikuleg golfleikjanámskeið í sumar en þetta kemur fram á heimasíðu klúbbsins.  Námskeiðin eru blanda af hreyfingu (leikjum), SNAG og „alvöru“ golfi. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl undanfarin ár og hafa 400-500 börn á aldrinum 5-12 ára sótt námskeiðin á hverju sumri

Fyrsta námskeið hefst 8. júní og því seinasta lýkur 31. júlí. Alls 7 vikur auk einnar viku frí þegar Meistaramót klúbbsins fer fram (29.6-3.7). Gert er ráð fyrir að verkstjóri hefji störf vikuna áður til að undirbúa námskeiðið og þjálfa leiðbeinendur.

Leiðbeinendur koma úr röðum keppniskylfinga GGKG og eru á aldrinum 15-22 ára. Verkstjóri skipuleggur námskeiðin í samráði við íþróttastjóra og hefur umsjón með leiðbeinendunum, auk annara starfa sem lúta að námskeiðunum. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.

Einungis samviskusamir og metnaðarfullir einstaklingar koma til greina í þetta starf.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á ulfar@gkg.is

IMG_0761-Small


Exit mobile version