Golfsamband Íslands

„Sláðu í gegn“ á golfdeginum á Norðurlandi með GSÍ, KPMG og PGA

Það verður mikið um að vera þriðjudaginn 14. júní 2022 á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar á Sauðárkróki.

Á þeim degi fer fram „Golfdagurinn á Norðurland“ þar sem að skemmtileg kynning á golfíþróttinni undir handleiðslu PGA kennara verður í aðalhlutverki.

Um er að ræða samstarfsverkefni GSÍ, KPMG, PGA, R&A – en KPMG er einn af samstarfsaðilum Golfsambands Íslands.

Það eru allir velkomnir frá kl. 16-19. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, tekið verður á móti gestum við golfskálann.

Ekki missa af frábæru tækifæri til að kynnast golfi – léttir og skemmtilegir leikir fyrir alla og grillveisla fyrir þátttakendur.

Golfklúbbur Skagafjarðar, Golfklúbbur Skagastrandar, Golfklúbburinn Ós (Blönduós), Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Fjallabyggðar (Ólafsfjörður), Golfklúbburinn Hamar Dalvík, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbburinn Lundur (Vaglaskógur), Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbbur Mývatnssveitar og Golfklúbburinn Gljúfri eru allir með öflugt starf í þessum landshluta.

Samhliða golfdeginum á Norðurlandi fer fram námskeið fyrir leiðbeinendur. Á því námskeiði verða PGA kennarar með dagskrá sem er ætluð áhugasömum einstaklingum sem vilja læra að leiðbeina byrjendum í golfíþróttinni.

Exit mobile version