Golfsamband Íslands óskar eftir tilnefningum um sjálfboðaliða ársins 2025. Valið á sjálfboðaliða ársins hefur farið fram árlega frá 2014 og er hluti þess að undirstrika hve mikilvægt sjálfboðaliðastarfið er fyrir hreyfinguna.
Sjálfboðaliðar settu meðal annars sinn svip á Íslandsmótið í golfi í ár. Þangað mættu um 120 sjálfboðaliðar sem sinntu ýmsum störfum. Í myndbandi hér að neðan sjá stutta umfjöllin Golfklúbbsins Keilis frá starfi sjálfboðaliða á mótinu.
Golfklúbbar eru hvattir til að senda tilnefningar á á netfangið soley@golf.is
Skilafrestur er mánudagurinn 20. október 2025.
Sjálfboðaliðar ársins frá upphafi:
2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir, GB
2015: Viktor Elvar Viktorsson, GL
2016: Guðmundur E. Lárusson. GA
2017: Már Sveinbjörnsson, GK
2018: Reynir Pétursson, GÍ
2019: Helgi Örn Viggósson, GR
2020: Þorkell Helgason, NK
2021: Árný Lilja Árnadóttir, GSS
2022: Karl Jóhansson, GR.
2023: Laufey Sigurðardóttir, GO