GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

#image_title
Auglýsing

Golf­samband Íslands hefur nú gefið út sjálfbærniskýrslu fyrir golfhreyfinguna á Íslandi, annað árið í röð. Skýrslan er unnin fyrir starfsárið 2024–2025 og byggir á sama grunni og fyrsta skýrslan.

Í skýrslunni í ár er áfram unnið með gögn frá klúbbunum, sem fengin eru í gegnum sjálfbærnihugbúnaðarfyrirtækið Klappir. Þar eru tekin saman töluleg gögn fyrir golfhreyfinguna á Íslandi sem tengjast umhverfismálum, s.s. kolefnisspori, eldsneytisnotkun, vatnsnotkun og úrgangsmálum. Öllum golfklúbbum innan GSÍ var boðið að taka þátt í þessu verkefni og buðu 14 golfklúbbar sig fram, en 9 golfklúbbar veittu fullnægjandi upplýsingar til Klappa vegna ársins 2024.

Áfram er lögð rík áhersla á að mæla atriði er tengjast samfélagslegum þætti
starfseminnar, s.s. útfrá aðbúnaði starfsfólks, stefnum og aðgerðum til að tryggja heilsu
og öryggi iðkenda.

Skýrsluna má lesa hér að neðan, eða á Issuu síðu GSÍ

Skýrslan var skrifuð af sjálfbærninefnd GSÍ, og í ritstjórn voru:
Hansína Þorkelsdóttir, formaður Sjálfbærninefndar GSÍ
Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærnideildar Deloitte ehf.
Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur
Einar Gestur Jónasson, stjórnarmaður STERF
Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ
Sóley Bærings, verkefnastjóri GSÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ