Sex íslenskir kylfingar hefja í dag leik á 1. stigi úrtökumóta fyrir DP World Tour, sem er sterkasta mótaröð Evrópu. Alls eru sjö íslenskir kylfingar skráðir til leiks á 1. stigi úrtökumótanna, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn áfram á 2. stig eftir frábæra spilamennsku.
Á 1. stiginu fara úrtökumótin fram á tíu keppnisstöðum á tímabilinu 26. ágúst – 10. október. Það má gera ráð fyrir að um 20 efstu af hverjum velli fyrir sig komist áfram á 2. stig úrtökumóta.
Mótið sem íslensku kylfingarnir leika á fer fram á Frederikshavn Golfklub í Danmörku dagana 23.-26. september. Leiknir eru fjórir hringir á keppnisdögunum fjórum.

Okkar þátttakendur í mótinu eru:
- Aron Snær Júlíusson, GKG
- Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
- Hákon Örn Magnússon, GR
- Hlynur Bergsson, GKG
- Kristófer Orri Þórðarson, GKG
- Sigurður Arnar Garðarsson, GKG
Allir hafa þeir leikið í mörgum mótum í sumar, bæði hér á landi sem og í Nordic Golf League mótaröðinni.
Dagbjartur varð eftirminnilega Íslandsmeistari karla í höggleik fyrr í sumar. Á sama tíma vann Hlynur Bergsson sitt fyrsta alþjóðlega mót, þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð. Piltarnir mæta vel undirbúnir til leiks, en þeir hafa margir verið saman í æfingabúðum fyrir mótið. Þar léku þeir m.a. Las Colinas völlinn á Spáni, líkt og sjá má á TikTok rás Dagbjarts.
@dagbjarturs Playing 6 holes at Las Colinas Country Club in Spain 🌴☀️🇪🇸 #golf #golftiktok #golfswing #Spain #Iceland
♬ original sound – Dagbjartur Sigurbrandsson
Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins hér
Við munum fylgjast með gengi íslensku kylfinganna á næstu dögum, bæði á golf.is og á öðrum miðlum GSÍ.