Nú er hægt að samstilla forgjöfina þína beint úr GolfBox yfir í Golf GameBook appið. Þetta þýðir að upplýsingar í appinu verða sjálfkrafa í samræmi við forgjafarkerfi hjá GSÍ. Forgjöfin er því alltaf rétt og uppfærð.
✅ Engin handvirk samstilling lengur.
✅ Engin óvissa.
Alltaf rétt forgjöf þegar þú mætir á teig.
Þessi nýjung er hluti af sameiginlegu markmiði GameBook og GSÍ um að gera golfið einfaldara og aðgengilegra öllum.
Hvernig virkar samstilling á forgjöf
Það er einfalt:
-
- Opnaðu Golf GameBook appið og smelltu á “Home”.
-
- Smelltu á “Handicap Index”.
-
- Skráðu þig inn með GolfBox-notandanafni og lykilorði
Þetta er allt og sumt, nú er forgjöfin samstillt.
Ókeypis Gull aðild fyrir unglinga 18 ára og yngri
Samhliða samstillingu forgjafar kynnum við með stolti nýtt átak sem snýr að unglingum í samstarfi við Golfsamband Íslands. Í því felst að allir íslenskir kylfingar 18 ára og yngri fá Gull aðild í GameBook án endurgjalds og þar með aðgang að öllum eiginleikum appsins.
Þetta er framlag GameBook til að styðja við markmið GSÍ um að efla íþróttina meðal ungs fólks með tækninýjungum, fjölbreyttum leikjum og skemmtilegri upplifun á golfvellinum.
Innifalið í “Gull aðild”
- Meiri tölfræðiupplýsingar
- Fjarlægðarmælir
- Bæta við kylfingum og hópum
- Búa til mót
- Fleiri möguleikar á leikjum
- Leikir í Ryder Cup fyrirkomulagi
- Sértilboð fyrir meðlimi
- Golfherma hringir
- Engar auglýsingar
Hefur þú ekki notað Golf GameBook?
Nú er rétti tíminn að byrja!👉 Sækja Golf GameBook appið hérer