Site icon Golfsamband Íslands

Samkeppni um nýtt nafn á Sveitakeppni Golfsambands Íslands

Verðlaunagripurinn á Íslandsmóti golfklúbba GSÍ 1. deild karla. Mynd/seth@golf.is

Ert þú með nýtt nafn fyrir í kollinum á hina einu sönnu Sveitakeppni Golfsambands Íslands?  Ef svo er þá er um að gera að taka þátt í nafnasamkeppni okkar um nýtt nafn á þetta sögufræga mót.

Mótið á sér rúmlega hálfrar aldar sögu en fyrst var keppt árið 1961 í karlaflokki og árið 1982 í kvennaflokki. Í þessu móti keppa golfklúbbar landsins sín á milli í holukeppni þar til einn klúbbur stendur uppi sem sigurvegari. Í dag eru fimm deildir í karlaflokki og tvær í kvennaflokki.

Mótanefnd GSÍ hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni hjá um nýtt nafn á keppnina. Markmiðið er að gera keppnina enn stærri á komandi misserum en í Sveitakeppni GSÍ keppa golfklúbbar landsins sín á milli í holukeppni þar til einn klúbbur stendur uppi sem sigurvegari. Í karlaflokki eru alls fimm deildir og tvær í kvennaflokki.

Tillögur skal senda á netfangið info@golf.is. Frestur til þess að skila inn tillögum rennur út 15.04.2016.  Ef fleiri en einn koma með tillögu að vinningsnafninu telst sá sigurvegari sem fyrstur sendir inn tillöguna.

Dómnefnd mun síðan fara yfir tillögurnar og fær sigurvegarinn verðlaun frá samstarfsaðila GSÍ.

Exit mobile version