Site icon Golfsamband Íslands

Rekstur GOS gekk vel á árinu 2020 og framundan er spennandi hálfrar aldar afmælisár

Svarfhólfsvöllur. Mynd/GOS - Hjörtur Levý.

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss, GOS, fór fram þann 25. febrúar s.l. í félagsaðstöðu klúbbsins við Svarfhólfsvöll. Rekstur GOS á árinu 2020 gekk vel og sagði Páll Sveinsson formaður GOS í ræðu sinni að árið 2020 hafi verið eftirminnilegt í alla staði. Framundan er 50 ára afmælisár hjá GOS en klúbburinn fagnaði hálfrar aldar afmæli þann 21. janúar s.l. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum.

Nánar á vef GOS:

Ný og glæsileg inniaðstaða var opnuð í byrjun ársins, miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á golfvellinum og uppbygging á framtíðarsvæði GOS er í gangi. Rekstrartekjur GOS námu rúmlega 84 milljónum kr. en rektrargjöld voru 69,3 milljónir kr. Hagnaður eftir afskriftir og fjármagnsliði var tæplega 4,6 milljónir kr. Töluverð fjölgun félagsmanna var á árinu 2020 hjá GOS og var framkvæmdastjóra GOS, Hlyni Geir Hjartarsyni, færðar þakkir fyrir mikið og gott starf.

Nýtt aðsóknarmet var sett á Svarfhólsvelli sumarið 2020.

Alls mættu um 110 nýliðar á námskeið hjá GOS sumarið 2020.

Á tímabilinu 1. maí – 1. nóvember 2020 voru bókaðir 23.186 rástímar en árið 2019 voru bókaðir 14.086 rástímar – sem er 64 % aukning á skráðum hringjum milli ára.

Flesta hringi í sumar lék Þorkell Ingi Sigurðsson 166 hringi, Arnór Ingi Gíslason félagi Þorkels spilaði aðeins færri hringi eða 157 hringi.

Mjög góð þátttaka var í mótum ársins en aðeins færri mót voru en síðustu ár, 946 keppendur skráðu sig í mót sumarsins,

Páll sagði ennfremur að samstarfið við Sveitarfélagið Árborg vegna uppbyggingar á Svarfhólssvæðinu hafi verið gott. Svæðið mun án efa verða eitt glæsilegasta golf- og útivistarsvæði landsins þegar framkvæmdum lýkur. Páll minntist á góðan félagsanda sem er hvetjandi og skemmtilegt og verður vonandi þannig um ókomna tíð. Óskaði hann félagsmönnum til hamingju með 50 ára afmæli klúbbsins sem var í 21.janúar síðastliðnum og til hamingju með frábært golfár 2020.

Ýmsar viðurkenningar voru veittar á aðalfundinum.

Afhenti Páll formaður styrki úr afreks- og styrktarsjóði GOS, í samstarfi við Árborg. Styrkina hlutu: Aron Emil Gunnarsson, Pétur Sigurdór Pálsson, Heiðar Snær Bjarnason, Andri Már Óskarsson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

Exit mobile version