Golfsamband Íslands

Ragnhildur er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu í kvennaflokki.

Ragnhildur lék á 88 og 78 höggum og endaði hún í 136. sæti.

Þetta er sögfrægt mót sem fram fór í fyrsta sinn árið 1893 á Royal Lytham & St Annes. Þetta er 115. mótið sem fer fram og að þessu sinni er keppt á Hillside vellinum rétt við bæinn Southport sem er ekki langt frá Royal Birkdale.

 

Alls eru 144 keppendur sem taka þátt. Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og komast 64 efstu áfram. Þá tekur við holukeppni þar sem leiknar eru 18 holur í hverri umferð.

Alls eru keppendur frá 24 þjóðum. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Royal Lytham & St Annes dagana 2.-5. ágúst.

Skor keppenda er uppfært hér: 

Exit mobile version