Site icon Golfsamband Íslands

Páll Ketilsson fékk gullmerki GSÍ

Haukur Örn Birgisson og Páll Ketilsson. Mynd/kylfingur.is

Páll Ketilsson fékk afhent gullmerki GSÍ á formannafundinum sem fram fór á Selfossi 12. nóvember s.l. Páll gat ekki verið viðstaddur fyrir ári síðan þegar GSÍ afhenti gullmerkin á Golfþinginu og tók hann við gullmerkinu við þetta tækifæri.

Páll var ritstjóri Golf á Íslandi í 14 ár og sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ að fáir aðilar hefðu stuðlað betur að því að koma golfíþróttinni á framfæri í fjölmiðlum á undanförnum árum og áratugum. Páll er m.a. ritstjóri golffréttamiðilsins kylfingur.is og eigandi Víkurfrétta á Suðurnesjum þar sem öflugur fréttaflutningur hefur verið frá golfíþróttinni frá árinu 2006.

[pull_quote_right]Fáir aðilar hafa stuðlað betur að því að koma golfíþróttinni á framfæri í fjölmiðlum á undanförnum árum og áratugum[/pull_quote_right]

Exit mobile version