Site icon Golfsamband Íslands

Óskar Pálsson endurkjörinn sem formaður GHR

Aðalfundur GHR var haldinn þriðjudaginn 30.okt. s.l. og mættu 17 félagsmenn á fundinn.

Fundarstjóri var Heimir Hafsteinsson

Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og hefst þar með 19 árið hans sem formaður GHR

Stjórnin gaf öll kost á sér áfram nema Gísli Jafetsson meðstjórnandi, í hans stað kom Guðný Rósa Tómasdóttir sem var 1. varamaður, inn sem varamaður kom Guðlaugur Karl Skúlason.

Stjórnina skipa

Formaður: Óskar Pálsson

Varaformaður: Einar Long

Gjaldkeri: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

Ritari: Bjarni Jóhannsson

Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

1. varamaður: Loftur Þór Pétursson

2. varamaður: Gunnlaugur Karl Skúlason

Exit mobile version