Dómaranefnd GSÍ hefur nú lokið vinnu við að koma íslenskri þýðingu 2023 golfreglnanna og öðrum texta tengdum opinberu golfreglunum inn á vef R&A og í regluapp R&A.
Vefur R&A er á slóðinni www.randa.org.
Til þess að velja íslensku eftir að búið er að velja golfreglurnar frá ofangreindri slóð:
Eftirfarandi texta er nú hægt að nálgast á íslensku:
- Golfreglurnar ásamt skilgreiningum.
Slóð beint inn á íslenska textann: https://www.randa.org/is-IS/rog/the-rules-of-golf - Regluleit leikmanna, sem kemur í staðinn fyrir leikmannaútgáfuna og sjónrænu leitina í fyrri útgáfum.
- Golfregluskólann þar sem hægt er að taka 1. stigs próf í golfreglunum.
Slóð beint inn á íslenska textann: https://www.randa.org/is-IS/rules-academy
Unnið hefur líka verið í að koma íslensku fyrir í eftirfarandi þáttum, en þeirri vinnu er ekki lokið.
- Túlkanir golfreglnanna.
- Verklag nefnda, efni fyrir golfklúbba og mótsstjórnir.
- Spurningaleik vegna golfreglnanna.
Nýja og bætta útgáfan af R&A appinu fyrir opinberu reglurnar frá árinu 2023 er hægt að nálgast á Play Store (fyrir Android síma) og á App Store (fyrir iPhone síma). Eftir að appið hefur verið sett upp er hægt að velja íslenska textann og fletta og leita í golfreglunum á íslensku. Heiti forrits er „Rules og Golf 2023“ frá
Til þess að velja íslensku í appinu (ef tækið er ekki stillt á íslensku) skal velja tannhjólið neðst hægra megin á skjánum og undir „Language“ velja „Go to Device Settings“ , en þar birtist valmöguleikinn: Íslenska (Ísland).
Í Appinu eru að finna yfir 50 mjög gagnleg myndbönd um reglurnar með dæmum um beitingu þeirra. Þá eru margar skýringarmyndir í appinu og á vefnum sem auðvelda leikmönnum að skilja reglurnar. Til að finna yfirlit yfir öll myndböndin á einum stað, veljið „Læra“ og svo „Sjá allt“.
Mjög góða uppflettingu er einnig að finna í appinu, veljið „Leita“ neðst á skjánum.
Dómaranefndin vonast til að með þessum áfanga verði golfreglurnar og leiðbeiningar um beitingu þeirra skýrari fyrir íslenska kylfinga og golfklúbba.