Búið er að opna fyrir skráningu Bakkakotsmótið, sem er hluti af Golf 14. Mótið fer fram miðvikudaginn 16. júlí.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar er framkvæmdaraðili mótsins.
Leikið er í fjórum flokkum:
- 10-12 ára drengir
- 10-12 ára stúlkur
- 13-14 ára drengir
- 13-14 ára stúlkur
Allir keppendur leika 9 holur og eru ræstir út á sama tíma. Að hring loknum verður grillað fyrir keppendur og verðlaun veitt fyrir mótið.
Upplýsingar og skráningu má finna í hlekk hér að neðan
Leikfyrirkomulag
Leikinn er höggleikur með og án forgjafar. Allir kylfingar leika 9 holur og eftir hring er pylsuveisla, golfþrautir og verðlaunaafhending. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ en þó er hámarksfjöldi högga á hverri holu 9 högg.
Áætlaðir rástímar
Shotgun 9:30
Shotgun 13:00 (ef keppendafjöldi fer yfir 44)*
* Skipt verður í 2 shotgun eftir aldri ef þátttaka fer yfir 44 kylfinga
Rástímar og ráshópar
Ráshópar verða birtir á golf.is á þriðjudag fyrir mót. Ræst verður með shotgun fyrirkomulagi (allir byrja á sama tíma á mismunandi upphafsteig).
Þátttökuréttur
Allir kylfingar á aldrinum 10-14 ára hafa þátttökurétt í mótinu og er leikið í fjórum flokkum:
13-14 ára drengir
13-14 ára stúlkur
10-12 ára drengir
10-12 ára stúlkur
Allir kylfingar geta unnið til verðlauna í höggleik og höggleik með forgjöf.
Fjöldi þátttakenda
Mest 88 keppendur
Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 23:59 mánudaginn 14. júlí. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á dagur@golfmos.is. Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.
Allir keppendur – kr. 3.900,-
Æfingahringur
Ekki er innifalinn æfingahringur í mótsgjaldi. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að bóka rástíma en vallargjald fyrir ungmenni er einungis 2000 kr.
Teigar
13-14 ára drengir – gulir
13-14 ára stúlkur – rauðir
10-12 ára drengir – rauðir
10-12 ára stúlkur – rauðir
Kylfuberar
Kylfuberar eru leyfðir en einungis til að draga, ýta eða halda á golfsetti (tilsögn sem tengist golfleiknum er óheimilaður).
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.
Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending og pylsuveisla verður haldin að loknum leik hvers aldursflokks fyrir sig.
Mótsstjórn
Dagur Ebenezersson, Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Andri Ágústsson, Ágúst Jensson