Golfsamband Íslands

Ólafía Þórunn endaði í 26. sæti í Sviss

Ólafía í Frakklandi. seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 26. sæti á LET Access mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í Sviss í dag. GR-ingurinn lék á 75 höggum eða +3 á lokahringnum og var hún samtals á pari vallar eftir 54 holur (72-69-75).  Slæmur lokakafli á hringnum í dag varð til þess að Ólafía lék á parinu en hún var -4 samtals þegar 12 holur voru eftir af hringnum. Caroline Gonzales Garcia frá Spáni sigraði á -8 samtals en hún setti vallarmet á fyrsta hringnum þar sem hún lék á -9 eða 63 höggum.

Screen Shot 2016-04-30 at 5.20.56 PM

Ólafía lék á sínu fyrsta móti á Terre Blanche mótinu í Frakklandi í lok mars og þar náði hún fínum árangri og lék á einu höggi undir pari samtals og endaði á meðal 15 efstu.

Alls eru 126 keppendur á þessu móti frá 28 þjóðum. Mótið fer fram á Golf Club Gams Werdenberg í Gams í Sviss. Heildarverðlaunaféð er 4,3 milljónir kr.

Margir kylfingar sem eru með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni eru á meðal keppenda á þessu móti. Mótið er því sterkt og gefur mörg stig á heimslistann.

Staðan á mótinu í Sviss.

Þetta er annað mótið á þessu ári hjá Ólafíu en hún undirbýr sig af krafti fyrir fyrsta mótið á sjálfri LET Evrópumótaröðinni í byrjun maí. Ólafía er með keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki en hún fær samt sem áður ekki mörg tækifæri á þeirri mótaröð á sínu fyrsta keppnistímabili. Hún nýtir því hvert tækifæri til þess að keppa á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access mótaröðinni, en þar eru tveir íslenskir kylfingar með keppnisrétt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL.

(Visited 330 times, 165 visits today)
Exit mobile version