Site icon Golfsamband Íslands

Ólafía og Valdís hefja leik á LET Access mótaröðinni á Spáni í dag

Valdís Þóra og Ólaflía Þórunn. Mynd/GSÍ

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL eru báðar á meðal keppenda á LET Access mótaröðinni sem fram fer á Spáni. Mótið hófst í morgun og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.

Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Ólafia hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt.

Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma.

Exit mobile version