Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Sei Young Kim frá Suður-Kóreu hefur titil að verja á Bank of Hope Founders meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á LPGA mótaröðinni. Sigur Kim í fyrra var fjórði sigur hennar á sterkustu atvinnumótaröð heims. Kim setti mótsmet í fyrra þegar hún lék lokahringinn á 10 höggum undir pari eða 62 höggum og samtals var hún 5 höggum betri en Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir frá Íslandi verður á meðal keppenda á þessu mót og er þetta þriðja mót GR-ingsins á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á Pure Silk mótinu á Bahamas í lok janúar og þar endaði hún í 69. sæti á sínu fyrsta mót og komst í gegnum niðurskurðinn.

Á ISPS-Handa mótinu í Ástralíu endaði Ólafía í 30. sæti og var m.a. tveimur höggum betri en Lydia Ko á því móti.

Það er óhætt að segja að Kim hafi sett ný viðmið á mótinu í fyrra. Hún jafnaði LPGA met í hlutfalli við par vallar með því að leika á -27. Þar með jafnaði hún met sem hin sænska Annika Sörenstam átti frá árinu 2001.

Heildarverðlaunafé: 165 milljónir kr.
Keppnisfyrirkomulag: 72 holur – fjórir keppnisdagar og niðurskurður eftir 36 holur.
Heildarlengd keppnisvallar: 6,100 metrar.

Níu af tíu efstu á heimslistanum verða með á þessu móti sem fram fer á Wildfire Golf Club/ JW Marriott Phoenix Desert Ridge Resort & Spa í Phoenix Arizona.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ