Golfsamband Íslands

Nýtt vallarmat á Öndverðarnesvelli

Öndverðarnesvöllur.

Frétt af heimasíðu GÖ:

Undanfarin misseri hafa verið gerðar nokkrar breytingar á Öndverðarnesvelli. Meðal annars breyttist völlurinn úr par 70 í par 71 síðasta sumar. Það var því kominn tími á að unnið yrði nýtt vallarmat og mættu 4 fulltrúar vallarmatsnefndar GSÍ síðastliðið haust og unnu matið.

Niðurstaðan úr matinu er að almennt mun leikforgjöf kylfinga hækka um 2-3 frá því sem var. Hækkunin skýrist meðal annars af breytingunni á pari vallarins og öðrum smærri uppsöfnuðum breytingum á vellinum eins og fjölgun á sandgryfjum og vatnstorfærum.

Í framhaldi af störfum vallarmatsnefndar GSÍ fóru reiknimeistarar GÖ í það að endurmeta úthlutun forgjafarhögga á brautir Öndverðarnesvallar. Ný forgjafarröðun brauta byggir á tölfræði spilaðra hringja á vellinum síðustu 6 ár. Svo skemmtilega vildi til að niðurstaða útreikninganna féll mjög vel að EGA leiðbeiningum um úthlutun forgjafarhögga á golfvöllum.

Nú styttist mjög í golfsumarið og Öndverðarnesvöllur kemur í aðalatriðum mjög vel undan frekar snjó- og klakaþungum vetri. Það verður því spennandi fyrir kylfinga að spreyta sig á vellinum með nýja leikforgjöf á komandi sumri. Meðfylgjandi er mynd af forgjafartöflunni og nýju skorkorti Öndverðarnesvallar.

Leikforgjafartafla-GO-2016

Exit mobile version