Site icon Golfsamband Íslands

Nýr Titleist Pro V1 og Pro V1x

Í næstum 15 ár hafa Titleist Pro V1 og Pro V1x gert gæfumuninn fyrir kylfinga út um allan heim, hvort sem það eru áhugakylfingar eða bestu kylfingarnir í heiminum í dag.

Það var í október árið 2000 sem Titleist Pro V1 var formlega kynntur þegar 47 kylfingar á PGA mótaröðinni settu boltann í notkun á Invensys Classic mótinu í Las Vegas, almennt er talið að það sé stærsta skipting á útbúnaði sem átt hefur sér stað í einu móti.

“Að kynna Pro V1 til leiks árið 2000 voru tímamót þar sem að í fyrsta skipti hentaði besti boltinn okkar ekki bara bestu kylfingum heims heldur öllum kylfingum,” segir Mary Lou Bohn hjá Titleist. “Kylfingar þurftu ekki lengur að velja um meiri lengd eða meiri spuna eða endingu fram yfir mýkt, Pro V1 einfaldlega hafði allt sem kylfingar óskuðu sér í golfbolta.”

Pro V1 og Pro V1x (2003) hafa verið mest notuðu golfboltarnir á öllum mótaröðum og mest seldu golfboltar í heiminum frá fyrsta degi.

Titleist Pro V1 og Pro V1x eru hannaðir fyrir alla kylfinga sem vilja lækka skorið sitt, 2015 týpan sem nú er kynnt til sögunnar býður áfram uppá ótrúlega lengd af teig og stöðugra boltaflug en áður, meiri stjórn í stutta spilinu og jafnvel enn mýkri tilfinningu.

Ef boltarnir eru bornir saman þá er Pro V1 boltinn mýkri, með meiri spuna í lengri höggum og flatara boltaflug þar sem boltinn rúllar meira. Pro V1x hefur því örlítið minni spuna í lengri höggum en hærra boltaflug og minna rúll.

Áður en boltarnir eru fáanlegir í hillum verslana eru þeir prófaðir og samþykktir af kylfingum af öllum getustigum, kylfingum með mismunandi sveifluhraða og bestu kylfingum heims. Þessar prófanir eiga sér stað víðsvegar um heiminn og ekki skiptir máli hvort hitinn sé við frostmark eða 20 gráður, hvort að sveifluhraðinn sé 65 eða 115 mph. Pro V1 og Pro V1x henta öllum kylfingum, við allar aðstæður.

Fyrstu atvinnukylfingarnir byrjuðu að nota nýja boltann í október 2014 og á meðal þeirra sem skiptu yfir í nýja Pro V1x boltann var Jordan Spieth sem sigraði á tveimur mótum í röð, Australian Open og Hero World Challenge með samtals 16 höggum. Jimmy Walker notaði nýja Pro V1x boltann í fyrsta skipti í móti á Hawaii, Hyundai Tournament of Champions þar sem hann endaði í öðru sæti, aðeins viku seinna á Sony Open sigraði hann með 9 högga mun. Brooks Koepka sigraði svo á Waste Management Phoenix Open mótinu í fyrsta sinn sem hann notaði nýja Pro V1x, hans fyrsti sigur á PGA Tour.

Bubba Watson, Padraig Harrington, Charley Hoffman, Bill Haas, Gary Stal og Andy Sullivan hafa einnig sigrað á mótum með nýja Pro V1x boltanum.

Meira en 100 atvinnukylfingar hafa nú þegar skipt yfir í nýja boltann, þeirra á meðal eru Adam Scott, Birgir Leifur Hafþórsson, Hunter Mahan og Ian Poulter.

Nýju Pro V1 og Pro V1x boltarnir eru nú fáanlegir í næstu golfverslun.

Exit mobile version