Golfsamband Íslands

Marsmót LEK og Golfklúbbsins í Holtagörðum

Marsmót LEK og Golfklúbbsins í Holtagörðum

Mótið er 4 umferðir sem spila skal á tímabilinu frá 7.- 29. mars. Mótið fer að þessu sinni fram á heimsfrægum golfvöllum á austurströnd Bandaríkjanna. Þrjú bestu skorin telja.

Leiknir eru þrír vellir. Leikinn er punktakeppni með ¾ forgjöf. Karlar leika af Amateur teigum en konur af Ladies.

Vellirnir sem spilaðir verða eru vellir sem leiknir eru á PGA næstu 3 vikur.
1. Völlur, Bay Hill, Orlando Florida
2. Völlur, Innisbrook Cooperhead, Palm Harbour, Florida
3. Völlur, Harbour Town, Hilton Head Island, South Carolina

Fjórða völl má svo velja einhvern af þessum þremur.

Skráning er í Golfklúbbnum í síma 820 9111 eða með tölvupósti á golf@golfklubburinn.is

Lágmark að tveir spili í einu.

Munið að starfsmaður þarf að stilla hermana og skrá forgjöf. Pútt sem er innan við 3 metra er gefið. Mulligan ekki leyfilegur nema með samþykki starfsmanns. Að öðru leyti gilda staðarreglur Golfklúbbsins

Ef spilað er á tímabilinu 10:00 – 16:00 þá er mótsgjaldið 3.000kr. Hámarkstími sem gefinn er eru 45 mínútur á mann á hverjar 18 holur. Eftir kl. 16:00 er mótgjaldið 5.000.

Verðlaun:

18 holur hringur í hermi hjá Golfklúbbnum fyrir 4 spilara saman (þrjár klst. á rótíma)
Sveiflugreining hjá Golfklúbbnum Holtagörðum.

Æfingakort hjá Golfklúbbnum 10 x ½ tími.

Verðlaunaafhending verður laugardaginn 30. mars kl. 14:00.

Golfklúbburinn styrkir LEK með kr. 1000 fyrir hverja 18 holur.

Komum og skemmtum okkur saman og búum okkur undir frábært golfsumar. Hver verður Vetrargosinn?

Exit mobile version