GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Markús Marelsson, GK, og Pamela Ósk Hjaltadóttir, GKG, voru á meðal keppenda á The Junior Orange Bowl unglingamótinu sem fram fór í Flórída dagana 3.-6. janúar. 

Mótið er boðsmót þar sem mörgum af bestu kylfingum Bandaríkjanna í unglingaflokki er boðið til leiks ásamt úrtaki alþjóðlegra kylfinga. Leikið er á Biltmore vellinum í Miami.

Biltmore völlurinn

Markús lék fyrsta hringinn vel, kom í hús á 69 höggum og var á meðal efstu kylfinga mótsins. Annar hringurinn gekk ekki eins vel. Hann lauk þar leik á 80 höggum og var jafn í 35. sæti mótsins. Þriðja hringinn lék Markús á 73 höggum og lokahringinn á 76 höggum. Hann lauk leik jafn í 35. sætinu á fjórtán höggum yfir pari í heildina. Tomás Restrepo frá Kólumbíu lék best allra í mótinu, en hann lék hringina fjóra á fjórtán höggum undir pari.

Hringir Markúsar

Pamela lék fyrsta hringinn á 77 höggum, sex yfir pari vallarins, og annan hringinn á 73 höggum. Hún var jöfn í 20. sætinu þegar mótið var hálfnað. Þriðja hringinn lék Pamela á 80 höggum. Fjórði hringurinn var besti hringur Pamelu í mótinu og jafnframt þriðji besti hringur dagsins. Þar fékk hún sex fugla, þrjá skolla, einn tvöfaldan og kom í hús á 70 höggum, einu höggi undir pari. Pamela endaði mótið jöfn í 24. sætinu á sextán höggum yfir pari í heildina.

Hringir Pamelu

Hér má sjá úrslit mótsins

The Junior Orange Bow íþróttamótið á sér langa sögu og var fyrst haldið árið 1948.

Golfmótið fór fyrst fram árið 1964 hjá piltum og árið 1977 var fyrst keppt í stúlkuflokki.  

Jose Maria Olazabal, Bubba Watson, Tiger Woods og Lexi Thompson eru á meðal þekktra atvinnukylfinga sem hafa sigrað á þessu móti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ