GSÍ fjölskyldan
Markús, Arnar, Gunnar og Guðjón
Auglýsing

Markús Marelsson, GK, hefur leikið sig inn í 64 manna úrslit á The Boys Amateur Championship sem fram fer dagana 11.-16. ágúst 2025. Mótið, sem haldið er á County Louth Golf Club á Írlandi, er eitt það sterkasta á ári hverju fyrir kylfinga 18 ára og yngri.

Alls hófu 144 keppendur leik í höggleikshluta mótsins. Þar voru leiknir tveir 18 holu hringir, þar sem efstu 64 kylfingarnir halda áfram í útsláttarhluta mótsins. Eftir höggleikinn er leikin holukeppni, en hún hefst í dag.

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu.

  • Arnar Daði Svavarsson
  • Guðjón Frans Halldórsson
  • Gunnar Þór Heimisson
  • Markús Marelsson

Markús lék best af íslensku kylfingunum í höggleiknum, en hann spilaði hringina tvo á tveimur höggum undir pari. Hann varð jafn í 42. sæti höggleiksins og mætir Frakkanum Tom De Herrypon í fyrsta leik útsláttarkeppninnar. Tom lék höggleikinn á sjö höggum undir pari, og má því búast við hörku einvígi.

Hringir Markúsar

Hinir íslensku kylfingarnir komust ekki í gegnum niðurskurð. Guðjón Frans Halldórsson varð jafn í 113. sæti á fimm yfir pari, Gunnar Þór Heimisson varð jafn í 122. sæti á sjö yfir pari og Arnar Daði Svavarsson varð jafn í 130. sæti á átta höggum yfir pari.

Smelltu hér fyrir stöðu mótsins

Mótið á sér langa sögu. Fyrst var keppt árið 1921 og þá voru keppendur 16 ára og yngri. Árið 2022 var mótið fyrir 17 ára og yngri, en í ár fá keppendur sem eru 18 ára og yngri að taka þátt.

Á meðal þeirra sem hafa fagnað sigri á þessu móti má nefna: Howard Clark (1971), Ronan Rafferty (1979), José María Olazábal (1983), David Howell (1993), Sergio Garcia (1997), Tom Lewis (2009) og Adrián Otaegui (2010).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ