Golfsamband Íslands

Landslið Íslands æfðu í Þýskalandi fyrir stóru EM-verkefnin sem hefjast í næstu viku

Fjögur landslið frá Íslandi voru við æfingar undanfarna daga á Golf Club Neuhof íu Þýskalandi. Þar var æft við frábærar aðstæður en framundan eru Evrópumót hjá stúlkna – pilta – kvenna og karlalandsliðum Íslands.

Alls voru 29 í æfingaferðinni, 24 leikmenn og 4 liðsstjórar og Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ.

Karla- og piltalið Íslands keppa á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu 12.-15. júlí.

Þjálfarar liðanna eru Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari liðanna.

Kvennalið Íslands keppir á Tawast Golf & Country Club í Finnlandi 11.-15. júlí.
Þjálfari liðsins er Ólafur Björn Loftsson og Árný Lilja Árnadóttir er sjúkraþjálfari liðsins. 

Stúlknalið Íslands keppir á Golf Club d’Hossegor í Frakklandi dagana 11.-15. júlí.
Dagur Ebenezersson er þjálfari og Ása Dagný Gunnarsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins. 

Karla- og piltalið Íslands: 

Karla- og piltalið Íslands keppa á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu 12.-15. júlí.

Þjálfarar liðanna eru Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari liðanna.

Eftirtaldir leikmenn skipa karlalið Íslands: 

Eftirtaldir leikmenn skipa piltalið Íslands: 

Nánari upplýsingar um karlamótið má nálgast hér:

Nánari upplýsingar um piltamótið má nálgast hér:

Alls eru 9 þjóðir sem keppa á EM karla: Austurríki, Ísland, Portúgal, Pólland, Skotland, Slóvakía, Tékkland, Tyrkland og Ungverjaland.

Alls eru 11 þjóðir sem keppa á EM pilta: Eistland, Grikkland, Ísland, Lettland, Lúxemborg, Portúgal, Pólland, Skotland, Tyrkland og Wales.

3 efstu þjóðirnar vinna sér inn sæti í efstu deild í hvoru móti

Kvennalið Íslands: 

Kvennalið Íslands keppir á Tawast Golf & Country Club í Finnlandi 11.-15. júlí.
Þjálfari liðsins er Ólafur Björn Loftsson og Árný Lilja Árnadóttir er sjúkraþjálfari liðsins. 

Eftirtaldir leikmenn skipa kvennalið Íslands: 

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Alls eru 19 þjóðir sem keppa á EM kvenna: Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Wales og Þýskaland. 

Stúlknalið Íslands:

Stúlknalið Íslands keppir á Golf Club d’Hossegor í Frakklandi dagana 11.-15. júlí.
Dagur Ebenezersson er þjálfari og Ása Dagný Gunnarsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins. 

Eftirtaldir leikmenn skipa stúlknalandslið Íslands:

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Alls eru 16 þjóðir sem taka þátt á EM stúlknalandsliða. Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Pólland Skotland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland og Þýskaland. 

European Young Masters

Landslið Íslands 16 ára og yngri keppir á Sedin Golf Club í Slóvakíu dagana 27.-29. júlí.
Þjálfari og sjúkraþjálfari liðsins er Alexandra Eir Grétarsdóttir. 

Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands 16 ára og yngri:

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Fjölmargar aðildarþjóðir EGA eru skráðar til leiks, alls 32 þjóðir.

Exit mobile version