Golfsamband Íslands

Kristján Þór stigameistari 2022

Kristófer Orri, Kristján Þór og Sigurður Arnar. Mynd/KMÞ

Kristján Þór Einarsson, er stigameistari GSÍ á árinu 2022. Þetta er í annað sinn sem Kristján Þór fagnar þessum titli – en hann er Íslandsmeistari í golfi 2022. Kristján Þór fékk 4017 stig í fimm mótum af alls sex og sigraði með nokkrum yfirburðum.

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, varð annar á þessum lista og Kristófer Orri Þórðarson, GKG varð þriðji. Kristján Þór fékk stigameistaratitilinn afhentann í mótslok á Korpubikarnum hjá GR sem lauk í síðdegis í dag.

Kristján Þór lék á fimm mótum á tímabilinu og var ávallt á meðal 20 efstu. Hann varð 7. á fyrsta móti ársins B59 Hotel mótinu, og í 14. sæti á Leirumótinu. Á Íslandsmótinu í holukeppni varð hann 3. Hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum og einnig á Korpubikarnum. Eina mótið sem Kristján Þór tók ekki þátt á mótaröðinni var Keilisbikarinn,

Stigalistinn er hér í heild sinni:

Stigalistinn er hér í heild sinni:

Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi:

ÁrNafnFjöldi
1989Sigurjón Arnarsson1
1990Úlfar Jónsson1
1991Ragnar Ólafsson1
1992Úlfar Jónsson2
1993Þorsteinn Hallgrímsson1
1994Sigurpáll G. Sveinsson1
1995Björgvin Sigurbergsson1
1996Birgir L. Hafþórsson1
1997Björgvin Sigurbergsson2
1998Björgvin Sigurbergsson3
1999Örn Ævar Hjartarson1
2000Björgvin Sigurbergsson4
2001Guðmundur Rúnar Hallgrímsson1
2002Sigurpáll G. Sveinsson2
2003Heiðar Davíð Bragason1
2004Birgir Leifur Hafþórsson2
2005Heiðar Davíð Bragason2
2006Ólafur Már Sigurðsson1
2007Haraldur H. Heimisson1
2008Hlynur Geir Hjartarson1
2009Alfreð Brynjar Kristinsson1
2010Hlynur Geir Hjartason2
2011Stefán Már Stefánsson1
2012Hlynur Geir Hjartason3
2013Rúnar Arnórsson1
2014Kristján Þór Einarsson1
2015Axel Bóasson1
2016Axel Bóasson2
2017Vikar Jónasson1
2018Axel Bóasson3
2019Dagbjartur Sigurbrandsson1
2020Axel Bóasson4
2021Aron Snær Júlíusson1
2022Kristján Þór Einarsson 2

Exit mobile version