Site icon Golfsamband Íslands

Keppendalisti fyrir Íslandsmótið í holukeppni – Securitas-mótið 2019

Rúnar Arnórsson og Ragnhildur Kristinsdóttir.

Securitas-mótið, Íslandsmótið í holukeppni 2019, á Mótaröð þeirra bestu, fer fram um næstu helgi á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni.

Mótið hefst föstudaginn 21. júní og úrslitaleikirnir fara fram eftir hádegi sunnudaginn 23. júní.

Skráningu í mótið lauk kl. 17.00 í dag og hér fyrir neðan má sjá hvaða kylfingum verður raðað niður í riðlakeppnina.

Samkvæmt reglugerð um mótið hafa 32 stigahæstu kylfingar í karlaflokki og 32 stigahæstu kylfingar í kvennaflokki rétt til þátttöku.

Keppendur í kvennaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni 2019

Keppendur í karlaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni 2019

Rúnar Arnórsson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR fögnuðu sigri á þessu móti í fyrra. Þau mæta bæði í titilvörnina.

Að auki hafa þátttökurétt Íslandsmeistarar í holukeppni 2018, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna 14 dögum áður en mótið hefst.

Ef ekki er full skráning í öðrum hvorum flokknum, geta kylfingar skráð sig til þátttöku án stiga og raðast þeir inn í mótið eftir forgjöf í samræmi við reglugerð um stigamót

Ákveði einhverjir kylfingar sem eiga þátttökurétt að nýta hann ekki færast kylfingar upp um sæti sem því nemur og þeim næstu á stigamótaröðinni er boðinn þátttökuréttur.


Exit mobile version