Fimm íslenskir kylfingar hefja í dag leik á Bravo Tours Open golfmótinu sem fram fer á Royal Oak vellinum í Danmörku. Mótið er hluti af Nordic Golf League og má með sanni segja að þeir hafi farið af stað af krafti.

Hlynur Bergsson leiðir mótið eftir frábæran byrjun og er í efsta sæti á -6 eftir 17 holur. Hann hefur leikið hringinn skollalaus og virðist vera í góðum takt við völlinn.
Á eftir honum er Aron Snær Júlíusson, ríkjandi Íslandsmeistari, sem er á -5 og höggi á eftir Hlyn, en hann hefur einnig leikið 17 holur. Gaman að sjá okkar menn vera berjast um efsta sætið í mótinu!
Hákon Örn Magnússon er jafn í 3. sæti á -3 eftir aðeins 10 holur og er því í góðum séns á að minnka forystuna á efstu menn.
Sigurður Arnar Garðarsson er einnig í góðri stöðu, í 8. sæti á -1 eftir 15 holur.
Hákon Harðarson er einnig skráður í mótið og hefur leik seinna í dag.
Mótið er rétt að byrja en gengi íslensku kylfinganna lofar góðu og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu næstu daga.