Íslandsmótið í golfi 2025 fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.
Alls hefur Íslandsmótið farið fram í fimm skipti á Hvaleyrarvelli og þrívegis eftir að völlurinn varð að 18 holu velli. Frá því að völlurinn varð 18 holur hafa kylfingar úr Keili ávallt sigrað í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar mótið hefur farið fram á þeirra heimavelli.
Íslandsmótið fór fyrst fram á Hvaleyrarvelli árið 1967 þegar keppt var í kvennaflokki í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitilinn. Keppt var á 6 holu velli, en Keilir var stofnaður í febrúar árið 1967.
Árið 1970 fór fyrri hluti Íslandsmóts karla fram á Hvaleyrarvelli en lokadagarnir á Hólmsvelli í Leiru.
Árið 1973 sigraði Björgvin Þorsteinsson, GA, í karlaflokki á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem var þá 12 holur. Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, sigraði í kvennaflokki á því móti.
Alls liðu 26 ár þar til að Íslandsmótið fór fram á Hvaleyrarvelli á ný.
Árið 1999 fór Íslandsmótið fram á Hvaleyrarvelli, sem hafði opnað sem 18 holu völlur árið 1997. Á Íslandsmótinu 1999 sigruðu Ólöf María Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson, en þau eru bæði í Golfklúbbnum Keili.
Árið 2007 fór mótið fram á Hvaleyrarvelli og þar sigraði Björgvin Sigurbergsson, GK, og Nína Björk Geirsdóttir, sigraði í kvennaflokki, en hún var þá í Golfklúbbnum Kili sem varð síðar að Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Íslandsmótið síðast fram á Hvaleyrarvelli árið 2017. Þar sigraði Axel Bóasson, úr GK, í karlaflokki og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sigraði í kvennaflokki.