Golfsamband Íslands

Íslandsmót unglinga 15-21 árs í Vestmannaeyjum: Rástímar, staða og úrslit

Íslandsmót unglinga í höggleik 2023 fyrir aldurshópinn 15-21 árs fer fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 18.-20. ágúst 2023.

Alls eru 79 keppendur skráðir til leiks. Keppt er í tveimur aldursflokkum í stúlkna og piltaflokki, 15-16 ára og 17-21 árs. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í flokki 17-21 árs.

Keppendur koma frá 13 mismundandi klúbbum víðsvegar af landinu. Alls eru 26 stúlkur og 53 piltar. Hlutfall stúlkna er 33%.

Keppnisfyrirkomulagið er 54 holu höggleikur án forgjafar.

Meðalforgjöf keppenda er 4.3. Í piltaflokki er meðalforgjöfin 3.8 og í stúlknaflokki er meðalforgjöfin 5.3. Logi Sigurðsson, GS, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi í karlaflokki er á meðal keppenda en hann er með lægstu forgjöfina í mótinu eða +2.1

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu í Vestmannaeyjum:

Piltaflokkur 15-16 ára:

Guðjón Frans Halldórsson er Íslandsmeistari í golfi 2023 í piltaflokki 15-16 ára. Guðjón lék á 208 höggum eða 2 höggum undir pari vallar. Guðlaugur Þór Þórðarsojn, GL, varð annar á 218 höggum og Gunnar Þór Heimisson, GKG, varð þriðji á 220 höggum.

<strong>Frá vinstri Guðlaugur Þór Þórðarson Guðjón Frans Halldórsson Gunnar Þór Heimisson Myndsethgolfis<strong>
<strong>Guðjón Frans Halldórsson Íslandsmeistari unglinga 2023 í piltaflokki 15 16 ára Myndsethgolfis<strong>

Stúlknaflokkur 15-16 ára:

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, er Íslandsmeistari unglinga 2023 í stúlknaflokki 15-16 ára. Pamela lék á 213 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar og sigraði með 14 högga mun. Auður Bergrún Snorradóttir, GM, varð önnur á 227 höggum og Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, varð þriðja á 229 höggum.

<strong>Frá vinstri Auður Bergrún Snorradóttir Pamela Ósk Hjaltadóttir Fjóla Margrét Viðarsdóttir Myndsethgolfis <strong>
<strong>Pamela Ósk Hjaltadóttir Íslandsmeistari unglinga 2023 í stúlknaflokki 15 16 ára Myndsethgolfis <strong>

Piltaflokkur 17-21 árs:

Veigar Heiðarsson, GA, er Íslandsmeistari unglinga 2023 í piltaflokki 17-21 árs. Veigar lék á 199 höggum eða 11 höggum undir pari samtals. Logi Sigurðsson, GS, varð annar á 200 höggum eða 10 höggum undir pari og Svanberg Addi Stefánsson, GK, varð þriðji á 208 höggum eða 2 höggum undir pari.

Lokahringurinn var æsispennandi og frábært skor leit dagsins ljós hjá Veigar og Loga. Veigar fékk fimm fugla í röð á síðustu fimm holunum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með fugli á lokaholunni. Logi var nálægt því að jafna við Veigar en pútt Loga fyrir erni á 18. flötinni var hársbreidd frá því að fara ofaní.

<strong>Frá vinstri Logi Sigurðsson Veigar Heiðarsson Svanberg Addi Stefánsson Myndsethgolfis <strong>
<strong>Íslandsmeistari 2023 í piltaflokki 17 21 árs Veigar Heiðarsson Myndsethgolfis <strong>

Stúlknaflokkur 17-21 árs:

Sara Kristinsdóttir, GM, er Íslandsmeistari unglinga 2023 í stúlknaflokki 17-21 árs. Sara lék á 215 höggum (+5 samtals) og sigraði með átta högga mun. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, varð önnur, og jafnar í 3.-4. sæti voru Helga Signý Pálsdóttir, GR og Elsa Maren Steinarsdóttir, GL.

<strong>Frá vinstri Berglind Sara Elsa Maren og Helga Signý Myndsethgolfis <strong>
<strong>Sara Kristinsdóttir GM Íslandsmeistari í golfi í unglingaflokki stúlkna 17 21 árs Myndsethgolfis <strong>

Mótsstjórn ákvað að tvær umferðir voru leiknar laugardaginn 19. ágúst.

Flestir keppendur eru frá Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar og Golfklúbbi Mosfellsbæjar – en báðir klúbbar eru með 16 keppendur. GM er með hæsta hlutfallið í stúlknaflokki en tæplega 40% keppenda í stúlknaflokki eru frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Í piltaflokki eru GKG og GR með hæsta hlutfallið eða báðir klúbbar eru með tæplega 21% af keppendafjöldanum.

KlúbburStúlkurPiltarSamtalsHlutfallHlutfall stúlknaHlutfall pilta
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar5111620.25%19.23%20.75%
Golfklúbbur Mosfellsbæjar1061620.25%38.46%11.32%
Golfklúbbur Reykjavíkur4111518.99%15.38%20.75%
Golfklúbburinn Keilir1678.86%3.85%11.32%
Golfklúbburinn Leynir1678.86%3.85%11.32%
Golfklúbbur Akureyrar0445.06%0.00%7.55%
Golfklúbbur Suðurnesja1345.06%3.85%5.66%
Golfklúbbur Selfoss1233.80%3.85%3.77%
Golfklúbbur Vestmannaeyja0222.53%0.00%3.77%
Golfklúbburinn Setberg2022.53%7.69%0.00%
Golfklúbbur Skagafjarðar1011.27%3.85%0.00%
Golfklúbburinn Hamar Dalvík0111.27%0.00%1.89%
Nesklúbburinn0111.27%0.00%1.89%
265379

Verðlaun:

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda. Verðlaunaafhending verður haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Exit mobile version