Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga – Esja sigraði í 3. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 50 ára og eldri í 3. deild karla fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 20.-22. ágúst s.l. Alls tóki 5 klúbbar þátt við frábærar aðstæður hjá Golfklúbbi Sandgerðis.

Golfklúbburinn Esja tók þátt í fyrsta sinn í þessari keppni en klúbburinn var stofnaður á síðasta ári. Esja stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu tilraun og leikur í 2. deild að ári.

Golfklúbbur Grindavíkur varð í öðru sæti og Golfklúbbur Selfoss í því þriðja.

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga, 3. deild karla Golfklúbbur Sandgerðis.

3. deild karla, lokastaðan:

*Efsta liðið fer upp um deild.

1. Golfklúbburinn Esja (GE)
2. Golfklúbbur Grindavíkur (GG)
3. Golfklúbbur Selfoss (GOS)
4. Golfklúbbur Bolungarvíkur (GOB)
5. Golfklúbburinn Hamar Dalvík (GHD)

Exit mobile version