Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga – Borgarnes sigraði í 2. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 50 ára og eldri í 2. deild karla fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 20.-22. ágúst s.l. Alls tóku 7klúbbar þátt við frábærar aðstæður hjá Golfklúbbi Sandgerðis.

Golfklúbbur Borgarness (GB) fagnaði sigri í 2. deild og leikur í efstu deild á næsta ári. Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB) féll í 3. deild en liðið forfallaðist á síðustu stundu fyrir mótið.

GB og Golfklúbbur Sandgerðis (GSV) léku til úrslita þar sem að úrslitin réðust á síðasta púttinu í síðasta leiknum. Golfklúbburinn Leynir (GL) varð í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar í leiknum um bronsverðlaunin.

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga, 2. deild karla Golfklúbbur Sandgerðis.

2. deild karla, lokastaðan:

*Efsta liðið fer upp um deild og neðsta liðið fellur um deild.

1. Golfklúbbur Borgarness (GB)
2. Golfklúbbur Sandgerðis (GSG)
3. Golfklúbburinn Leynir (GL)
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
5. Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV)
6. Golfklúbbur Setbergs (GSE)
7. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
8. Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB)

Exit mobile version