Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla 50 ára og eldri fór fram á Svarfhólsvelli Golfklúbbs Selfoss dagana 21.-23. ágúst.
Það voru heimamenn í Golfklúbbi Selfoss sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir bráðabana í úrslitaleiknum. Golfklúbburinn Þverá Hellishólum endaði í öðru sæti deildarinnar, líkt og á síðasta ári.
Lokastaðan í 3. deild karla +50:
1. Golfklúbbur Selfoss
2. Golfklúbburinn Þverá Hellishólum
3. Golfklúbbur Borgarness
4. Golfklúbbur Kiðjabergs
5. Golfklúbbur Hveragerðis
6. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
7. Golfklúbbur Ísafjarðar
8. Golfklúbbur Bolungarvíkur
*GBO fellur niður í 4. deild.
Smelltu hér fyrir úrslit í 3. deild karla +50
