GSÍ fjölskyldan
Sigursveit GSS
Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst.

Alls voru 8 klúbbar sem tóku þátt.

Það var norðanslagur í úrslitaleiknum, þar sem heimamenn í Golfklúbbi Skagafjarðar mættu Golfklúbbi Húsavíkur í leik sem réðist í bráðabana.

Heimaliðið sigraði úrslitaleikinn 2-1 og leika því í 2. deild á næsta ári. Fjórmenningurinn í úrslitaleiknum fór alla leið á 21. holu, þar sem Atli Freyr Rafnsson og Ingvi Þór Óskarsson tryggðu sigurinn. Golfklúbbur Húsavíkur endaði í 2. sæti og Golfklúbbur Hveragerðis í því þriðja eftir 3-0 sigur á Golfklúbbi Byggðarholts í leiknum um bronsið.

Golfklúbbur Öndverðarness endaði í 8. sæti mótsins og leikur í 4. deild á næsta ári.

Sveit Skagafjarðar myndHjalti Árnason
Sveit Húsavíkur myndHjalti Árnason
Sveit Hveragerðis myndHjalti Árnason

Smelltu hér fyrir úrslit í öllum leikjum í 3. deild karla.

Lokastaðan í 3. deild karla 2025.

1. Golfklúbbur Skagafjarðar
2. Golfklúbbur Húsavíkur
3. Golfklúbbur Hveragerðis
4. Golfklúbbur Byggðarholts
5. Golfklúbbur Borgarness
6. Golfklúbbur Ísafjarðar
7. Golfklúbbur Grindavíkur
8. Golfklúbbur Öndverðarness


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ