GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2025 í 1. deild kvenna 50 ára og eldri fór fram á Golfvellinum í Vestmannaeyjum dagana 21.-23. ágúst.

Golfklúbburinn Keilir, GK, lék til úrslita um sigurinn gegn Golfklúbbi Reykjavíkur, GR. Þar hafði GK betur 3-2 í hörkuspennandi leik. Keilir vinnur því mótið og Golfklúbbur Reykjavíkur endar í öðru sæti annað árið í röð. Ríkjandi meistarar Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar enduðu í þriðja sætinu eftir sigur á Golfklúbbnum Oddi í leiknum um bronsið.

Lokastaðan í 1. deild kvenna +50.

1 Golfklúbburinn Keilir
2 Golfklúbbur Reykjavíkur
3 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
4 Golfklúbburinn Oddur
5 Nesklúbburinn
6 Golfklúbburinn Leynir
7 Golfklúbbur Vestmannaeyja
8 Golfklúbbur Kiðjabergs*


*GKB fellur niður í 2. deild

Smelltu hér fyrir úrslit í 1. deild kvenna +50


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ