Íslandsmót golfklúbba 2025 í 2. deild karla 50 ára og eldri fór fram á Golfvellinum í Vestmannaeyjum dagana 21.-23. ágúst.
Sveit Golfklúbbs Fjallabyggðar fór ósigruð í gegnum mótið og er á leið í efstu deild eftir sigur á sveit Mosfellsbæjar í úrslitunum. Liðin voru í 2. og 3. sæti deildarinnar á síðasta ári.
Lokastaðan í 2. deild karla +50:
1. Golfklúbbur Fjallabyggðar
2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
3. Golfklúbbur Öndverðarness
4. Nesklúbburinn
5. Golfklúbburinn Oddur
6. Golfklúbbur Vestmannaeyja
7. Golfklúbbur Sandgerðis
8. Golfklúbbur Húsavíkur*
*GH fellur í 3. deild
Smelltu hér fyrir úrslit í 2. deild karla +50.



